Færsluflokkur: Bloggar
25.11.2010 | 16:09
Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds.
Tryggja þarf sjálfstæði dómstóla.
Það þarf að vera hafið yfir allan vafa að skipun dómara sé með eðlilegum hætti. Því tel ég að Alþingi eigi að koma beint að kosningu dómara og að 2/3 þingmanna þurfi að samþykkja skipunina
Hægt er að lesa um önnur mál á heimasíðu minni
- Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar.
- Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdamörk þeirra.
- Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins.
- Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds.
- Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan.
- Lýðræðislega þáttöku almennings m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnskipunarlaga.
- Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála
- Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda
Slóðin er peturoli.com
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2010 | 15:59
Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdamörk þeirra.
Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdamörk þeirra.
Það er mjög mikilvægt að hafa skýrari mörk á milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds. Það er meðal annars hægt með því að þeir þingmenn sem verði ráðherra segi af sér þingmennsku. Það er líka mjög óeðlilegt, að mínu viti, að 12 af 63 þingmönnum eru ráðherra.
Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins.
Sérhver þjóð þarf þjóðhöfðingja. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að halda í forsetaembættið. Mér hugnast betur að hafa hlutlausan forseta en að hafa pólitískan forseta. Ég tel ekki sjálfgefið að forseti missi synjunarvald (26gr) þó þjóðin fái rétt til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu.
peturoli.com
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2010 | 23:46
Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar.
Hér er lykilatriði að allt vald komi frá þjóðinni. Þetta er í samræmi við skýrslu sem forsætisráðherra lagði fram árið 2007. Að auki má benda á 26.grein stjórnarskrárinnar en þar er sagt að ef forseti synjar staðfestingu, þá skal fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla. Þjóðin hefur þar síðasta orðið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2010 | 23:40
Viðtal á RÚV 9497 - Hljóðskrá
Hér er hægt að hlusta á viðtalið sem ég fór í hjá Ríkisútvarpinu.
http://podcast.ruv.is/stjornlagathing/9497.mp3
peturoli.com
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2010 | 03:06
Gott framtak
Stjórnarskráin er okkar grunnplagg. Auðvitað á fara yfir stjórnarskránna með nemendum.
Það er hægt að fara yfir hana í efri stigum grunnskóla og svo ítarlegra í framhaldsskóla.
Kostur við að ,,kenna'' stjórnarskránna er að þá verður almenn vitneskja meiri.
Stjórnarskráin verði skyldunám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2010 | 03:00
Pistill á youtube
Kæru lesendur,
Ég hef sett inn pistill sem ég var með í útvarpinu þann 16.nóvember s.l. Hægt er að nálgast hann á youtube. Þar fer ég yfir mín helstu stefnumál. Hægt er að nálgast pistilinn á neðangreindri slóð.
http://www.youtube.com/watch?v=xMYqioQsv7w
Einnig er hægt að leita eftir ,,peturoli'' á youtube eða smella á myndbandið á peturoli.com
peturoli.com
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2010 | 10:43
Pétur Óli 9497 á RUV!
Senn líður að kosningum. Mér hefur verið boðið að mæta í viðtal á Rás 1 og hef ég þegið það góða boð.
Mín helstu baráttumál eru að auðlindir eiga að vera sameign þjóðarinnar. Ég hef sett þetta fram með skýrum hætti og skilgreini ég þær sem ÞJÓÐAREIGN.
Annað baráttumál, sem er ekki síður mikilvægt, er að þjóðin fái rétt til að óska eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Kjósendur eru hluthafar í Íslandi og þeir fara með æðsta vald.
Við frambjóðendur höfum fengið ýmsar fyrirspurnir. Svarbréf mitt til biskupsstofu er hægt að lesa á peturoli.com. Ég fékk nú um helgina bréf frá Félagi umhverfisfræðinga. Ég mun svara því og setja afrit á þennan vef og heimasíðu mína peturoli.com. Ýmsar aðrar greinar er hægt að sjá á fyrrgreindum vef.
peturoli.com
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2010 | 22:40
Heimsmarkaðsverð vs. gengi
Ég man ekki eftir mikilli lækkun á tímabilinu 17.sept til 17.okt en þá voru miklar gengisbreytingar. En það er svona með íslensku olíufélögin, þau virðast nú alltaf kaupa inn þegar verðið er hæst eða þegar gengi krónunnar er óhagstætt.
Í dag var sölugengi USD 113,63. Fyrir mánuði síðan var það 110,86 (15.okt) en fyrir tveimur mánuðum var það 117,14 (17.sept).
Gríðarleg verðlækkun á olíu undanfarið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2010 | 17:19
Þjóðareign - Skilgreining
Komist ég á stjórnlagaþing þá mun ég berjast fyrir því að auðlindir verði í almannaeigu. Því hef ég sett fram skilgreiningu á þjóðareign í fjórum liðum.
Þjóðareign 1.gr.
Þjóðareign er skilgreind eign íslensku þjóðarinnar. Hana má aldrei selja, hvorki einstaklingum né lögaðilum. Þjóðareign má aldrei framselja til erlendra ríkja né erlenda stofnana. Alþingi Íslendinga hefur umsjón með eignum sem eru skilgreindar í þjóðareign og hafa Ríkisstjórn Íslands og Alþingi hvers tíma heimild til að ráðstafa nýtingu og notkun á þeim auðlindum með samþykkt Alþingis. Langvarandi notkun eða nýtingaréttur skapar ekki eignarétt og ekki er hægt að gera kröfu á að nýtingaréttur erfist. Ekki er heimilt að veðsetja þjóðareign.
Þjóðareign 2.gr.
Skilgreining. Undir skilgreiningu á þjóðareign, eru t.d.
a. sjávarauðlindir, stofnveitur, vatns og orkulindir
b. olía, gull, silfur, salt eða önnur efni sem finnast kunna í jörðu.
c. andrúmsloft og regnvatn
d. annað sem Alþingi samþykkir með lögum
Þjóðareign 3.gr.
Nýtingaréttur á þjóðareign skal ákveðinn í lögum. Gæta skal meðalhófs þegar samið er um tímalengd á nýtingarétti. Ekki má úthluta rétti sem brýtur gegn öðrum lögum eða alþjóðlegum samningum og samþykktum. Alþingi skal taka gjald fyrir notkun á auðlind og skal það renna í ríkissjóð. Handhafi nýtingaréttar má ekki framselja þann rétt, heldur skal skila ónýttum rétti.
Þjóðareign 4.gr.
Ekki er heimilt að breyta skilgreiningu á þjóðareign eða nýtingarétti, að hluta eða heild nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Halda skal þjóðaratkvæðagreiðslu sérstaklega vegna þeirra breytinga og kosið um það eitt og annað ekki.
Í greinagerð sem er að finna á heimasíðu minni peturoli.com kemur m.a. fram
,,Hér er tekið á þeim auðlindum sem falla undir skilgreininguna á þjóðareign. Hugmyndin að þessari grein er að taka af allan vafa hvað fellur undir sem þjóðareign. Ekki er nóg að skilgreina hvað sé þjóðareign, heldur þarf að skilgreina líka hvað fellur þar undir''
Bestu kveðjur,
Pétur Óli Jónsson - 9497
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2010 | 16:22
Sorglegt
Sorglegast af öllu er að málið er orðið svo stórt að það er haldinn blaðamannafundur.
Talið að margir leiti aðstoðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)