Færsluflokkur: Umhverfismál
27.11.2010 | 15:22
Allir á kjörstað. Viltu hafa bein áhrif?
Í fyrsta skipti er okkur boðið að hafa bein áhrif á grunnlög landsins. Grunnlögin móta samfélagið. Hefur þú kjark til að mæta og láta þína skoðun í ljós?
Ef þú vilt auðlindir í þjóðareign og ef þú ert með þjóðaratkvæðagreiðslum, þá vonast ég til að þú hafir kjark til að merkja við 9497.
Ég hef kjark til að fylgja mínum málum eftir.
13% kjörsókn í Reykjavík kl. 14 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.11.2010 | 23:30
Taktu þátt, 27. nóvember
Kæri kjósandi,
Á morgun er gengið til kosninga. Þessar kosningar eru mjög mikilvægar. Það er leitt að sjá og heyra fólk tala þessar kosningar niður. Allt er svo flókið og erfitt.
Að kjósa er ekki erfitt fyrir hugsandi fólk. Þessar kosningar snúast um að velja það fólk sem ykkur finnst best og raða því í röð frá 1 til 25. Nóg er að kjósa einn. Sá frambjóðandi sem ykkur finnst mest spunnið í, setjið þið í fyrsta sæti.
Það þarf ekki mikið að spá í útreikningum, þær eru tæknilegs eðlis. Þú sem kjósandi þarft aðeins að hafa áhyggjur af því hverja þú velur.
Málefnabaráttu frambjóðenda er æði misjöfn. Því er mikilvægt að þú vandir valið. Mín sýn er skýr:
- Auðlindir í þjóðareign. Að skilgreint sé hvaða auðlindir tilheyri þjóðinni
- Þjóðin fær rétt itl að taka afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu í ýmsum málum.
Vissulega er fullt af öðrum góðum málum. Sumir frambjóðendur hafa talað um upplýsingaskyldu, mannréttindi, eignarrétt og þrískiptingu valds. Þetta eru allt góð og gild mál sem ég get vel hugsað mér að styðja.
Ég hef hins vegar einbeitt mér að þessum tveimur málum sem ég nefndi fyrst. Það er ekki vegna þess að ég telji engin önnur mál ekki góð, heldur er ástæðan sú að það er algjört grundvallaratriði að auðlindir og réttur kjósenda séu bundin í stjórnarskrá.
Kæri kjósandi, ég óska eftir að þú merkir við 9497 á kjörseðilinn.
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2010 | 16:09
Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds.
Tryggja þarf sjálfstæði dómstóla.
Það þarf að vera hafið yfir allan vafa að skipun dómara sé með eðlilegum hætti. Því tel ég að Alþingi eigi að koma beint að kosningu dómara og að 2/3 þingmanna þurfi að samþykkja skipunina
Hægt er að lesa um önnur mál á heimasíðu minni
- Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar.
- Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdamörk þeirra.
- Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins.
- Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds.
- Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan.
- Lýðræðislega þáttöku almennings m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnskipunarlaga.
- Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála
- Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda
Slóðin er peturoli.com
17.11.2010 | 17:19
Þjóðareign - Skilgreining
Komist ég á stjórnlagaþing þá mun ég berjast fyrir því að auðlindir verði í almannaeigu. Því hef ég sett fram skilgreiningu á þjóðareign í fjórum liðum.
Þjóðareign 1.gr.
Þjóðareign er skilgreind eign íslensku þjóðarinnar. Hana má aldrei selja, hvorki einstaklingum né lögaðilum. Þjóðareign má aldrei framselja til erlendra ríkja né erlenda stofnana. Alþingi Íslendinga hefur umsjón með eignum sem eru skilgreindar í þjóðareign og hafa Ríkisstjórn Íslands og Alþingi hvers tíma heimild til að ráðstafa nýtingu og notkun á þeim auðlindum með samþykkt Alþingis. Langvarandi notkun eða nýtingaréttur skapar ekki eignarétt og ekki er hægt að gera kröfu á að nýtingaréttur erfist. Ekki er heimilt að veðsetja þjóðareign.
Þjóðareign 2.gr.
Skilgreining. Undir skilgreiningu á þjóðareign, eru t.d.
a. sjávarauðlindir, stofnveitur, vatns og orkulindir
b. olía, gull, silfur, salt eða önnur efni sem finnast kunna í jörðu.
c. andrúmsloft og regnvatn
d. annað sem Alþingi samþykkir með lögum
Þjóðareign 3.gr.
Nýtingaréttur á þjóðareign skal ákveðinn í lögum. Gæta skal meðalhófs þegar samið er um tímalengd á nýtingarétti. Ekki má úthluta rétti sem brýtur gegn öðrum lögum eða alþjóðlegum samningum og samþykktum. Alþingi skal taka gjald fyrir notkun á auðlind og skal það renna í ríkissjóð. Handhafi nýtingaréttar má ekki framselja þann rétt, heldur skal skila ónýttum rétti.
Þjóðareign 4.gr.
Ekki er heimilt að breyta skilgreiningu á þjóðareign eða nýtingarétti, að hluta eða heild nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Halda skal þjóðaratkvæðagreiðslu sérstaklega vegna þeirra breytinga og kosið um það eitt og annað ekki.
Í greinagerð sem er að finna á heimasíðu minni peturoli.com kemur m.a. fram
,,Hér er tekið á þeim auðlindum sem falla undir skilgreininguna á þjóðareign. Hugmyndin að þessari grein er að taka af allan vafa hvað fellur undir sem þjóðareign. Ekki er nóg að skilgreina hvað sé þjóðareign, heldur þarf að skilgreina líka hvað fellur þar undir''
Bestu kveðjur,
Pétur Óli Jónsson - 9497
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)