Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
23.11.2010 | 03:06
Gott framtak
Stjórnarskráin er okkar grunnplagg. Auðvitað á fara yfir stjórnarskránna með nemendum.
Það er hægt að fara yfir hana í efri stigum grunnskóla og svo ítarlegra í framhaldsskóla.
Kostur við að ,,kenna'' stjórnarskránna er að þá verður almenn vitneskja meiri.
Stjórnarskráin verði skyldunám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.11.2010 | 03:00
Pistill á youtube
Kæru lesendur,
Ég hef sett inn pistill sem ég var með í útvarpinu þann 16.nóvember s.l. Hægt er að nálgast hann á youtube. Þar fer ég yfir mín helstu stefnumál. Hægt er að nálgast pistilinn á neðangreindri slóð.
http://www.youtube.com/watch?v=xMYqioQsv7w
Einnig er hægt að leita eftir ,,peturoli'' á youtube eða smella á myndbandið á peturoli.com
peturoli.com
20.11.2010 | 10:43
Pétur Óli 9497 á RUV!
Senn líður að kosningum. Mér hefur verið boðið að mæta í viðtal á Rás 1 og hef ég þegið það góða boð.
Mín helstu baráttumál eru að auðlindir eiga að vera sameign þjóðarinnar. Ég hef sett þetta fram með skýrum hætti og skilgreini ég þær sem ÞJÓÐAREIGN.
Annað baráttumál, sem er ekki síður mikilvægt, er að þjóðin fái rétt til að óska eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Kjósendur eru hluthafar í Íslandi og þeir fara með æðsta vald.
Við frambjóðendur höfum fengið ýmsar fyrirspurnir. Svarbréf mitt til biskupsstofu er hægt að lesa á peturoli.com. Ég fékk nú um helgina bréf frá Félagi umhverfisfræðinga. Ég mun svara því og setja afrit á þennan vef og heimasíðu mína peturoli.com. Ýmsar aðrar greinar er hægt að sjá á fyrrgreindum vef.
peturoli.com
17.11.2010 | 17:19
Þjóðareign - Skilgreining
Komist ég á stjórnlagaþing þá mun ég berjast fyrir því að auðlindir verði í almannaeigu. Því hef ég sett fram skilgreiningu á þjóðareign í fjórum liðum.
Þjóðareign 1.gr.
Þjóðareign er skilgreind eign íslensku þjóðarinnar. Hana má aldrei selja, hvorki einstaklingum né lögaðilum. Þjóðareign má aldrei framselja til erlendra ríkja né erlenda stofnana. Alþingi Íslendinga hefur umsjón með eignum sem eru skilgreindar í þjóðareign og hafa Ríkisstjórn Íslands og Alþingi hvers tíma heimild til að ráðstafa nýtingu og notkun á þeim auðlindum með samþykkt Alþingis. Langvarandi notkun eða nýtingaréttur skapar ekki eignarétt og ekki er hægt að gera kröfu á að nýtingaréttur erfist. Ekki er heimilt að veðsetja þjóðareign.
Þjóðareign 2.gr.
Skilgreining. Undir skilgreiningu á þjóðareign, eru t.d.
a. sjávarauðlindir, stofnveitur, vatns og orkulindir
b. olía, gull, silfur, salt eða önnur efni sem finnast kunna í jörðu.
c. andrúmsloft og regnvatn
d. annað sem Alþingi samþykkir með lögum
Þjóðareign 3.gr.
Nýtingaréttur á þjóðareign skal ákveðinn í lögum. Gæta skal meðalhófs þegar samið er um tímalengd á nýtingarétti. Ekki má úthluta rétti sem brýtur gegn öðrum lögum eða alþjóðlegum samningum og samþykktum. Alþingi skal taka gjald fyrir notkun á auðlind og skal það renna í ríkissjóð. Handhafi nýtingaréttar má ekki framselja þann rétt, heldur skal skila ónýttum rétti.
Þjóðareign 4.gr.
Ekki er heimilt að breyta skilgreiningu á þjóðareign eða nýtingarétti, að hluta eða heild nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Halda skal þjóðaratkvæðagreiðslu sérstaklega vegna þeirra breytinga og kosið um það eitt og annað ekki.
Í greinagerð sem er að finna á heimasíðu minni peturoli.com kemur m.a. fram
,,Hér er tekið á þeim auðlindum sem falla undir skilgreininguna á þjóðareign. Hugmyndin að þessari grein er að taka af allan vafa hvað fellur undir sem þjóðareign. Ekki er nóg að skilgreina hvað sé þjóðareign, heldur þarf að skilgreina líka hvað fellur þar undir''
Bestu kveðjur,
Pétur Óli Jónsson - 9497
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2010 | 16:22
Sorglegt
Sorglegast af öllu er að málið er orðið svo stórt að það er haldinn blaðamannafundur.
Talið að margir leiti aðstoðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2010 | 16:34
Svarbréf til Biskupsstofu
Til Biskupsstofu,
Reykjavík, 11. nóvember 2010
Áður en ég kem að spurningum ykkar vil ég þakka ykkur fyrir að gefa mér tækifæri til að segja hug minn til trúmála. Sjálfur er ég fremur hlédrægur þegar kemur að trúmálum og sæki lítt kirkju. Hvorugt er mælistika trúar. Að baki henni býr stærri sannleikur, sem ekki er til umræðu hér.
Það er afar kærkomið að fá tækifæri til að tjá hug sinn, því umræðan hefur verið nokkuð á einn veg. Vefmiðillinn dv.is kom með skemmtilegan vinkil í kosningabaráttuna og lagði fyrir okkur frambjóðendur nokkrar spurningar. Þar gafst okkur tækifæri að velja á milli nokkra kosta. Trúmál eru hins vegar þannig af þeim toga að ekki er hægt að svara þeim með einni setningu.
STJÓRNARSKRÁ LÝÐVELDISINS ÍSLANDS
62. grein
Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja áÍslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.
79. grein
Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Náitillagan samþykki, skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosningaað nýju. Samþykki Alþingi ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forsetalýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög.
Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipun ríkisins samkvæmt 62. gr., og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærramanna í landinu, til samþykktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg.
Í fyrsta sinn í lýðveldissögunni færþjóðin loks beinan aðgang að stefnumótun á stjórnarskránni með því að kjósaeinstaklinga beint á stjórnlagaþing.
Með vísan í 62. grein og 79. grein, þá get ég ekki betur séð en að málinstandi þannig að það er mun auðveldara að breyta 62. grein en öðrum greinumstjórnarskrárinnar.
Ef Alþingi samþykkir lög um breytingu á 62. Grein, þá fara þau lög fyrirþjóðardóm (skv. 79.grein) til endanlegrar samþykktar eða synjunar. Ég er ekki lögfræðimenntaður, en mér sýnistferlið frekar skýrt.
Að því gefnu, að auðveldara sé aðbreyta 62 grein en öðrum greinum stjórnarskrárinnar - og með tillit til þessstutta tíma sem stjórnlagaþing situr- þátel ég ákjósanlegra að við leysum úr kirkjunnar málum síðar.
Þjóðfundur segirað aðskilnaður skuli vera milli ríkis og trúfélaga. Við verðum að taka mark á þjóðfundi og takaþessa umræðu á mun alvarlega stig en tíðkast hefur.
Jafnframt þurfaniðurstaða og lyktir að byggjast á vönduðum vinnubrögðum. Það er forsendagóðrar og skynsamlegrar ákvörðunar. Einkenni góðrar ákvörðunar er að gefa sértíma til að vega og meta alla kosti. Vissulega hafa margir einstaklingar skoðað þetta mál út frá ýmsumsjónarhornum og myndað sér skoðun. Hinsvegar hefur þjóðin í heild sinni aldrei tekið þessa umræðu, né heldur haft tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri með jafn afgerandi hætti og nú er.
Þegar við ræðumum aðskilnað ríkis og kirkju vakna ýmsar spurningar í huga mér.
Ef klippt verðurá þennan naflastreng ríkis og kirkju, hvaðverður þá um eignir kirkjunnar? Hvernigmetum við þær eignir sem tilheyrðu kirkjunni? Ef kemur til aðskilnaðar má t.d. spyrja hvort kirkjan þurfi íframtíðinni að kaupa landsvæði fyrirkirkjugarða? Hverjir hafa aðgang aðkirkjunni í dag og hverjir myndu hafa aðgang að kirkjunni eftir aðskilnað. Meðhvaða hætti yrði slíkt samband einstaklings og kirkju?
Rekstrarkostnaðurkirkjunnar er oft nefndur sem rök fyrir aðskilnaði. Kostnaður ríkisins til þjóðkirkjunnar er ínokkrum liðum. Sumt er sameiginlegurkostnaður, t.d. rekstur kirkjugarða. Égget ekki séð að ríkið nái sparnaði þar. Annað sem má nefna er að ríkið er að greiða fyrir þær jarðir sem það fékkfrá kirkjunni á sínum tíma. Stóruútgjaldaliðirnir eru þó til biskupsstofu og þeirra stærstur ersóknargjöld. Þau eru greidd jafnt tilallra trúfélaga. Ástæða þess að kirkjan fær meira til sín en aðrir, er sú aðsóknarbörnin eru flest í þjóðkirkjunni. Ég get ekki séð að þetta muni breytast með því að afnema 62. grein.
Frumvarp tilþjóðkirkjulaga sem nú er hjá Dómsmálaráðuneyti er athyglisvert. Þar kemur fram að þjóðkirkjan er sjálfstætttrúfélag og ræður starfi sínu og nýtur sjálfræðis gagnvart ríkisvaldinu. Þar er einnig ítrekað að henni ber að tryggjaað allir landsmenn eigi kost á kirkjulegri þjónustu. Með þessu nýja frumvarpi er verið að skerpa áýmsum málum. Ég tel nauðsyn ábeinskeyttri og opinskárri umræðu umkirkjuna, stöðu hennar og framtíð.
Égviðurkenni fúslega, að ég er frekar hallur undir þjóðkirkju. Mér hugnast best hófsöm kirkja sem ræktaralmenn siðferðisleg gildi. Ég hef meiritrú á að kirkja undir verndarvæng ríkisins verði hafin yfir ofsa og öfgar. Í trúmálum tel ég stökkbreytingar ekki tilgóðs. Ég kýs m.ö.o. hóf og skynsemi fremur en upphlaup og öfgar.
Hinu má ekkineita, að þjóðfundur vill klippa á þennan naflastreng. Ég tel það þvi skyldu kirkjunnar að opna á þáumræðu. Góð ákvörðun ræðst ekki af þvíhvort við segjum einfaldlega já eða nei. Góð ákvörðun ræðst af því hvort við gefum okkur tíma til að vega og metaþá kosti sem eru í boði og taka ákvarðanir útfrá skynsemi og hófsemi en hvorki öfgum né kenjum. .
Með kveðju,
Pétur Óli Jónsson - 9497
peturoli@hotmail.com
www.peturoli.com
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2010 | 15:25
Gekk fundurinn ekki vel?
Er ekki aðalatriði að fundurinn gekk vel?
Auðvitað kostar eitthvað að halda og undirbúa fund sem þennan. Ég hef nú minnstu áhyggjur af því.
Hvað verður nú gert við þær tillögur sem komu þarna fram? Við verðum að gæta þess að þær nái í gegn.
Ef menn vilja gagnrýna fundinn sem slíkan, þá er það í lagi. En að gagnrýna kostnað er nú bara hlægilegt.
Ég er mjög ánægður með skoðun þjóðfundarins í auðlindamálum. Sú skoðun passar vel við mína skilgreiningu á þjóðareign. Hægt er að lesa mína útfærslu á þjóðareign á vefnum mínum www.peturoli.com
peturoli.com
Þjóðfundurinn kostaði 91,7 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2010 | 18:14
Að vera valdamestur
Bandaríkjamenn hafa lengi verið taldir valdamestir. En virðing fyrir völdum er huglægt.
Bandaríkjamenn hafa með stríðsbrölti sínu og yfirgangi fengið almenningsálitið víða á móti sér.
Jintao er án efa valdameiri en Obama. Það má ekki gleyma því að Kínverjar geta komið Bandaríjamönnum í klípu ef þeir vilja dæla sínum dollurum út í hagkerfið.
Það tak hafa Bandaríkjamenn ekki á Kínverjum.
peturoli.com
Hu Jintao valdameiri en Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2010 | 13:33
Almenn auðlindastefna
Mín lífskoðun er sú að orkuauðlindir og vatnsauðlindir eigi að vera skilgreindar sem þjóðareign í stjórnarskrá.
Hagur þjóðarinnar
Mín lífsskoðun er einföld. Við verðum að gæta þess að geta sinnt grunnþörfum okkar. Besta leiðin til þess er að mínu mati að tryggja að ákveðin grunngæði séu til staðar.
Við þurfum að tryggja að orka sé til staðar fyrir fyrirtæki og heimili á eins ódýran hátt og kostur er. Ódýr orka gerir atvinnulífinu kleift að framleiða á hagkvæman hátt. Slíkt leiðir til ódýrara verðlags t.d. á matvælum. Ódýr orka gefur okkur líka kleift á að reka ódýrt heimili, en það að hafa öruggt skjól er eitt af grunnþörfum okkar.
Ef við skoðum vatnsauðlindir, þá getum við ekki horft fram hjá því að hreint vatn er eitthvað sem hver og einn þarf. Það þarf að tryggja aðgang að vatni eins og kostur er. Ef við lítum á aðrar auðlindir sem eru hugsanlega hér við land, þá væri heppilegast að skilgreina hvað eigi heima í þjóðareign. Hvaða afstöðu viljum við taka ef olía, gull eða silfur finnst innan íslenskrar landhelgi? Ég tel mjög mikilvægt að við sýnum mikla fyrirhyggju varðandi auðlindir og vöndum vel þegar við skilgreinum þjóðareign í stjórnarskrá.
Af hverju er mikilvægt að skilgreina þessar auðlindir í stjórnarskrá? Það eru réttindi þjóðfélagsþegna að stjórnarskráin sé þannig að hún ógni ekki grunnstoðum samfélagsins. Það að hafa orkuréttindi í almannaeigu forðar okkur frá því að sú auðlind gangi kaupum og sölum eða verði veðsett umfram velsæmismörk. Orkuréttindi í almannaeigu tryggir jafnan aðgang og lágt verð til einstaklinga og fyrirtækja.
Mínar áherslur.
Eitt af mínum baráttumálum er að auðlindir séu í almannaeigu. Að auki vil ég tryggja að þjóðin hafi rétt til að taka afstöðu til einstakra mála með þjóðaratkvæðagreiðslu. Að lokum, velti ég vöngum yfir því af hverju hlutur sveitarstjórna er ekki betur skilgreindur í stjórnarskrá. Þurfum við ekki að styrkja rétt sveitarfélaga til að koma að málum sem þeim varðar.
peturoli.com
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2010 | 13:19
Að óttast almenningsálitið
Ég var að lesa frétt á netinu um að Seðlabanki Íslands hafi óttast almenningsálitið árið 2006 og ekki viljað setja þær fram af ótta við að fá skammir.
Már sagði eftirfarandi á haustráðstefnu KPMG
Allt frá árinu 2006 var spáð því að það yrið samdráttur á árinu 2009. Að vísu var ekki verið að spá mjög miklum tölum hér framan af, kannski 2- 3 prósent, en starfsfólk bankans segir mér að líkönin hafi skilað miklu hærri tölum, þau þorðu bara ekki setja þær fram og voru nú mikið skömmuð fyrir þessar spár,"
Ég spyr, hvað voru hagfræðingar Seðlabankans hræddir við? Óttuðust þeir reiði almennings? Óttuðust þeir reiði stjórnmálamanna eða bankamanna? Óttuðust þeir reiði sinna yfirmanna innan Seðlabankans?
Verst af þessu er þó að fagmenn óttuðust að koma sínum niðurstöðum á framfæri.
peturoli.com