Almenn auðlindastefna

Mín lífskoðun er sú að orkuauðlindir og vatnsauðlindir eigi að vera skilgreindar sem þjóðareign í stjórnarskrá.

Hagur þjóðarinnar

Mín lífsskoðun er einföld. Við verðum að gæta þess að geta sinnt grunnþörfum okkar. Besta leiðin til þess er að mínu mati að tryggja að ákveðin grunngæði séu til staðar.

Við þurfum að tryggja að orka sé til staðar fyrir fyrirtæki og heimili á eins ódýran hátt og kostur er. Ódýr orka gerir atvinnulífinu kleift að framleiða á hagkvæman hátt. Slíkt leiðir til ódýrara verðlags t.d. á matvælum. Ódýr orka gefur okkur líka kleift á að reka ódýrt heimili, en það að hafa öruggt skjól er eitt af grunnþörfum okkar.

Ef við skoðum vatnsauðlindir, þá getum við ekki horft fram hjá því að hreint vatn er eitthvað sem hver og einn þarf. Það þarf að tryggja aðgang að vatni eins og kostur er. Ef við lítum á aðrar auðlindir sem eru hugsanlega hér við land, þá væri heppilegast að skilgreina hvað eigi heima í þjóðareign. Hvaða afstöðu viljum við taka ef olía, gull eða silfur finnst innan íslenskrar landhelgi? Ég tel mjög mikilvægt að við sýnum mikla fyrirhyggju varðandi auðlindir og vöndum vel þegar við skilgreinum þjóðareign í stjórnarskrá.

Af hverju er mikilvægt að skilgreina þessar auðlindir í stjórnarskrá? Það eru réttindi þjóðfélagsþegna að stjórnarskráin sé þannig að hún ógni ekki grunnstoðum samfélagsins. Það að hafa orkuréttindi í almannaeigu forðar okkur frá því að sú auðlind gangi kaupum og sölum eða verði veðsett umfram velsæmismörk. Orkuréttindi í almannaeigu tryggir jafnan aðgang og lágt verð til einstaklinga og fyrirtækja.

Mínar áherslur.  

Eitt af mínum baráttumálum er að auðlindir séu í almannaeigu. Að auki vil ég tryggja að þjóðin hafi rétt til að taka afstöðu til einstakra mála með þjóðaratkvæðagreiðslu. Að lokum, velti ég vöngum yfir því af hverju hlutur sveitarstjórna er ekki betur skilgreindur í stjórnarskrá. Þurfum við ekki að styrkja rétt sveitarfélaga til að koma að málum sem þeim varðar.

peturoli.com 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband