Dræm kjörsókn

Því miður eru fáir sem mættu á kjörstað í gær. Mér þykir synd að almenningur nýtti sér ekki þetta tækifæri að fá loksins að velja fólk með beinum hætti.

Stjórnvöld, fjölmiðlar og menntastofnanir féllu á þessu prófi. Það er sorglegt að yfirvöld hafi ekki hvatt til þátttöku. Það er mjög sorglegt að fjölmiðlar fóru ekki í málefnalega umræðu og enn sorglegra er að átta sig á að háskólasamfélagið tók ekki virkan þátt. En þetta er eitthvað sem við verðum að læra af og standa okkur betur næst.

Ég vil nota tækifæri og þakka fyrir mig. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessum kosningum. Það verður einnig fróðlegt að sjá aldursdreifingu þeirra sem kusu, íbúar hvaða landshluta voru duglegastir og svo framvegis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband