25.11.2010 | 15:59
Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdamörk þeirra.
Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdamörk þeirra.
Það er mjög mikilvægt að hafa skýrari mörk á milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds. Það er meðal annars hægt með því að þeir þingmenn sem verði ráðherra segi af sér þingmennsku. Það er líka mjög óeðlilegt, að mínu viti, að 12 af 63 þingmönnum eru ráðherra.
Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins.
Sérhver þjóð þarf þjóðhöfðingja. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að halda í forsetaembættið. Mér hugnast betur að hafa hlutlausan forseta en að hafa pólitískan forseta. Ég tel ekki sjálfgefið að forseti missi synjunarvald (26gr) þó þjóðin fái rétt til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu.
peturoli.com
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.