Færsluflokkur: Bloggar

Auðlindastefna og þjóðaratkvæðagreiðsla

Eitt af því mikilvægasta sem þjóð á eru náttúruauðlindir. Ríkar náttúruauðlindir gefa þjóðum samkeppnisforskot. Þegar við ræðum um íslenskar auðlindir þá erum við oftast að tala um fiskinn í sjónum og vatnið. Ég vil þó líta á málin í víðara samhengi. Við verðum einnig að tryggja að væntanlegar auðlindir eins og olía verði líka í eigu þjóðarinnar.

Því er mjög mikilvægt að við skilgreinum hugtakið þjóðareign í stjórnarskrá. Komist ég á stjórnlagaþing þá mun ég koma með mína hugmynd hvað hugtakið þjóðareign eigi að innihalda.

Ég hef enn ekki skilið af hverju stjórnmálamenn óttast þjóðaratkvæðagreiðslur. Stjórnmálamaður sem talar fallega um lýðræði og að lýðræði sé besta formið, ætti ekki að vera á móti þjóðaratkvæðagreiðslum.Á almennum markaði er það viðurkennt að hluthafinn fer með æðsta vald. Í stjórnmálum er það líka svo.

Aðalfundur stjórnmálanna kallast kosningar. Hluthafar íslensku þjóðarinnar fá hins vegar ekkert tækifæri til að boða til hluthafafundar. Af hverju er þetta misræmi?

peturoli.com 


Gefum þingmönnum frí

Við skulum nú gefa þingmönnum okkar frí.  Þeim veitir nú ekki af því að fara á fund um heilbrigða skynsemi.

 


mbl.is Fundur heilbrigðrar skynsemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vera númer í samfélaginu

Landskjörstjórn ætlaði að birta framboðsnúmer frambjóðenda 3. nóvember næstkomandi. Þeir ákváðu þó að flýta því og er það bara hið besta mál.

Ég sem er númer 9497 er í framboði til stjórnlagaþings.  Hægt er að fara á bloggið mitt og kynnast mér nánar, en í stuttu máli er ég bara hefðbundinn einstaklingur.

Mínar áherslur liggja einkum í að hugtökin þjóðareign og nýtingaréttur verði skilgreindur í stjórnarskrá.  Það er mjög mikilvægt að auðlindir þjóðarinnar séu í eigu þjóðarinnar.  Einnig er mikilvægt að nýtingaréttur verði gerð skil í stjórnarskrá.

Þjóðaratkvæðagreiðsla er mitt hjartans mál númer tvö.  Það er mjög mikilvægt að einstaklingar fái að kjósa um hin ýmsu mál.  Mín skoðun er sú að þjóðaratkvæðagreiðsla er alltaf bindandi.  Hægt er að lesa mín rök fyrir því á kosningasíðu minni peturoli.com.

Að lokum vil ég að sveitarfélög fái sinn sess í stjórnarskránni.  Sveitarfélög er hluti af hinu opinbera og við verðum að gefa gaum samspili ríkis og sveitarfélags. 

 


Loksins er ég númer í samfélaginu

Hingað til hefur maður verið einn af fjöldanum, en nú er ég loksins orðið númer í samfélaginu.  Ég þakka fyrir mig.

Bestu kveðjur,

Hr., 9497 


mbl.is Nafnalisti frambjóðenda birtur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grunneining samfélagsins er einstaklingurinn

Sorglegast af öllu er að stjórnmálamenn vilja ekki skilja hver grunneining samfélagsins er.  Vissulega þarf að skapa störf og hlúa vel að fyrirtækjum.  Fyrirtæki ráða fólk í vinnu.

En að lokum er staðreyndin sú að neytandinn kaupir allar vörur.  Vissulega eru til fyrirtæki sem selja öðrum fyrirtækjum.  En ef við horfum á heildarmyndina, þá er einhver neytandi sem kaupir vöru að lokum.

Ef neytandinn hefur ekki efni á að lifa, þá kaupir enginn vörur af fyrirtækjum.  Og ef enginn er til í að kaupa vörur, þá skiptir litlu máli hversu vel eða illa fyrirtækið er rekið.  Að lokum verða engar tekjur.

Það vill svo til að neytandinn er einstaklingur sem þarf að hafa einhverjar tekjur.

 


mbl.is Fleiri sækja um greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Decode

Hvernig ætli fjárhagsleg staða á Decode sé í dag?
mbl.is Erfðakortið endurbætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiri spilling?

Ég skil þennan lista þannig að því neðar sem þú ert á listanum, því meiri spilling.

Svona kannanir eru ágætar í sjálfu sér, en þó langt frá því að vera einhver heilagur sannleikur.

Morgunblaðið hefði mátt vinna þessa grein betur.


mbl.is Spillingareinkunn Íslands lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennandi kosning

Það verður krefjandi fyrir kjósendur að velja rétta fólkið á þíng.
mbl.is 523 í framboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hef gefið kost á mér til setu á stjórnlagaþingi

Trúverðugleiki þjóðarinnar er okkar dýrmætasta eign. Góð og skýr stjórnarskrá leikur þar lykilhlutverk enda er hún grunnurinn í stjórnskipun landsins.

Verði ég kosinn á stjórnlagaþing þá lít ég fyrst og fremst á mig sem talsmann almennra gilda. Ég er jarðbundinn og laus við allar öfgar. Ég lít svo á að stjórnarskráin sé á sumum sviðum með ágætum, en á öðrum sviðum þarf hún að taka breytingum.

Verk stjórnlagaþings er viðamikið og því er mikilvægt að ganga hreint til verks. Stjórnarskrá landsins þarf að vera skýr.Mínar megináherslur liggja í að auðlindir verði skilgreindar í stjórnarskrá, hugmynd um þjóðaratkvæðagreiðslu verði vel útfærð og að hugtakið sveitarfélag verði mun betur skilgreint en nú er gert.

Ég mun gera þessum þáttum betur skil á facebook og vefsíðu minni peturoli.com.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband