Grunneining samfélagsins er einstaklingurinn

Sorglegast af öllu er að stjórnmálamenn vilja ekki skilja hver grunneining samfélagsins er.  Vissulega þarf að skapa störf og hlúa vel að fyrirtækjum.  Fyrirtæki ráða fólk í vinnu.

En að lokum er staðreyndin sú að neytandinn kaupir allar vörur.  Vissulega eru til fyrirtæki sem selja öðrum fyrirtækjum.  En ef við horfum á heildarmyndina, þá er einhver neytandi sem kaupir vöru að lokum.

Ef neytandinn hefur ekki efni á að lifa, þá kaupir enginn vörur af fyrirtækjum.  Og ef enginn er til í að kaupa vörur, þá skiptir litlu máli hversu vel eða illa fyrirtækið er rekið.  Að lokum verða engar tekjur.

Það vill svo til að neytandinn er einstaklingur sem þarf að hafa einhverjar tekjur.

 


mbl.is Fleiri sækja um greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband