31.10.2010 | 22:22
Auðlindastefna og þjóðaratkvæðagreiðsla
Eitt af því mikilvægasta sem þjóð á eru náttúruauðlindir. Ríkar náttúruauðlindir gefa þjóðum samkeppnisforskot. Þegar við ræðum um íslenskar auðlindir þá erum við oftast að tala um fiskinn í sjónum og vatnið. Ég vil þó líta á málin í víðara samhengi. Við verðum einnig að tryggja að væntanlegar auðlindir eins og olía verði líka í eigu þjóðarinnar.
Því er mjög mikilvægt að við skilgreinum hugtakið þjóðareign í stjórnarskrá. Komist ég á stjórnlagaþing þá mun ég koma með mína hugmynd hvað hugtakið þjóðareign eigi að innihalda.
Ég hef enn ekki skilið af hverju stjórnmálamenn óttast þjóðaratkvæðagreiðslur. Stjórnmálamaður sem talar fallega um lýðræði og að lýðræði sé besta formið, ætti ekki að vera á móti þjóðaratkvæðagreiðslum.Á almennum markaði er það viðurkennt að hluthafinn fer með æðsta vald. Í stjórnmálum er það líka svo.
Aðalfundur stjórnmálanna kallast kosningar. Hluthafar íslensku þjóðarinnar fá hins vegar ekkert tækifæri til að boða til hluthafafundar. Af hverju er þetta misræmi?
peturoli.com
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.