Ég hef gefið kost á mér til setu á stjórnlagaþingi

Trúverðugleiki þjóðarinnar er okkar dýrmætasta eign. Góð og skýr stjórnarskrá leikur þar lykilhlutverk enda er hún grunnurinn í stjórnskipun landsins.

Verði ég kosinn á stjórnlagaþing þá lít ég fyrst og fremst á mig sem talsmann almennra gilda. Ég er jarðbundinn og laus við allar öfgar. Ég lít svo á að stjórnarskráin sé á sumum sviðum með ágætum, en á öðrum sviðum þarf hún að taka breytingum.

Verk stjórnlagaþings er viðamikið og því er mikilvægt að ganga hreint til verks. Stjórnarskrá landsins þarf að vera skýr.Mínar megináherslur liggja í að auðlindir verði skilgreindar í stjórnarskrá, hugmynd um þjóðaratkvæðagreiðslu verði vel útfærð og að hugtakið sveitarfélag verði mun betur skilgreint en nú er gert.

Ég mun gera þessum þáttum betur skil á facebook og vefsíðu minni peturoli.com.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband