Að óttast almenningsálitið

Ég var að lesa frétt á netinu um að Seðlabanki Íslands hafi óttast almenningsálitið árið 2006 og ekki viljað setja þær fram af ótta við að fá skammir.

 Már sagði eftirfarandi á haustráðstefnu KPMG

„Allt frá árinu 2006 var spáð því að það yrið samdráttur á árinu 2009. Að vísu var ekki verið að spá mjög miklum tölum hér framan af, kannski 2- 3 prósent, en starfsfólk bankans segir mér að líkönin hafi skilað miklu hærri tölum, þau þorðu bara ekki setja þær fram og voru nú mikið skömmuð fyrir þessar spár," 

Ég spyr, hvað voru hagfræðingar Seðlabankans hræddir við?  Óttuðust þeir reiði almennings?  Óttuðust þeir reiði stjórnmálamanna eða bankamanna?  Óttuðust þeir reiði sinna yfirmanna innan Seðlabankans?

Verst af þessu er þó að fagmenn óttuðust að koma sínum niðurstöðum á framfæri. 

peturoli.com 


Bloggfærslur 2. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband