Færsluflokkur: Lífstíll

Taktu þátt, 27. nóvember

Kæri kjósandi,

Á morgun er gengið til kosninga.  Þessar kosningar eru mjög mikilvægar.  Það er leitt að sjá og heyra fólk tala þessar kosningar niður.  Allt er svo flókið og erfitt.

Að kjósa er ekki erfitt fyrir hugsandi fólk.  Þessar kosningar snúast um að velja það fólk sem ykkur finnst best og raða því í röð frá 1 til 25.  Nóg er að kjósa einn.  Sá frambjóðandi sem ykkur finnst mest spunnið í, setjið þið í fyrsta sæti.

Það þarf ekki mikið að spá í útreikningum, þær eru tæknilegs eðlis.  Þú sem kjósandi þarft aðeins að hafa áhyggjur af því hverja þú velur.

Málefnabaráttu frambjóðenda er æði misjöfn.  Því er mikilvægt að þú vandir valið. Mín sýn er skýr:

  • Auðlindir í þjóðareign.  Að skilgreint sé hvaða auðlindir tilheyri þjóðinni
  • Þjóðin fær rétt itl að taka afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu í ýmsum málum.

Vissulega er fullt af öðrum góðum málum.  Sumir frambjóðendur hafa talað um upplýsingaskyldu, mannréttindi, eignarrétt og þrískiptingu valds.  Þetta eru allt góð og gild mál sem ég get vel hugsað mér að styðja.  

Ég hef hins vegar einbeitt mér að þessum tveimur málum sem ég nefndi fyrst.  Það er ekki vegna þess að ég telji engin önnur mál ekki góð, heldur er ástæðan sú að það er algjört grundvallaratriði að auðlindir og réttur kjósenda séu bundin í stjórnarskrá.

Kæri kjósandi, ég óska eftir að þú merkir við 9497 á kjörseðilinn.

 


Að vera númer í samfélaginu

Landskjörstjórn ætlaði að birta framboðsnúmer frambjóðenda 3. nóvember næstkomandi. Þeir ákváðu þó að flýta því og er það bara hið besta mál.

Ég sem er númer 9497 er í framboði til stjórnlagaþings.  Hægt er að fara á bloggið mitt og kynnast mér nánar, en í stuttu máli er ég bara hefðbundinn einstaklingur.

Mínar áherslur liggja einkum í að hugtökin þjóðareign og nýtingaréttur verði skilgreindur í stjórnarskrá.  Það er mjög mikilvægt að auðlindir þjóðarinnar séu í eigu þjóðarinnar.  Einnig er mikilvægt að nýtingaréttur verði gerð skil í stjórnarskrá.

Þjóðaratkvæðagreiðsla er mitt hjartans mál númer tvö.  Það er mjög mikilvægt að einstaklingar fái að kjósa um hin ýmsu mál.  Mín skoðun er sú að þjóðaratkvæðagreiðsla er alltaf bindandi.  Hægt er að lesa mín rök fyrir því á kosningasíðu minni peturoli.com.

Að lokum vil ég að sveitarfélög fái sinn sess í stjórnarskránni.  Sveitarfélög er hluti af hinu opinbera og við verðum að gefa gaum samspili ríkis og sveitarfélags. 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband