Færsluflokkur: Dægurmál

Mjög gott framtak en...

Mér líst ágætlega á þessa niðurstöðu við fyrstu sýn.  Auðvitað þarf maður að skoða þessar lausnir nánar til að geta séð heildarmyndina.

Ég er þó enn á því að afnám verðtrygginga sé besta afskriftin.  Semsagt að festa vísitöluna við vístölu dagsins í dag.

En þetta er þó jákvætt skref og mun betra en status quo. 


mbl.is 60 þúsund heimili njóta góðs af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju!

Ég vil óska þeim sem náðu kjöri til hamingju.

Í fljótu bragði get ég ekki séð að þessir einstaklingar séu eitthvað verri en alþingismennirnir sem við höfum kosið.

Nú hvet ég þá sem sitja á stjórnlagaþingi að vinna af heilindum og hugsa fyrst og síðast um þjóðarhag.

Athyglisvert að þeir sem fengu flest atkvæði eru með fleiri atkvæði en alþingismaður er með bak við sig.   

 


mbl.is 25 kjörin á stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefði Sigurður Kári trekkt að?

Það væri nú gaman ef Sigurður Kári hefði tekið þátt og boðið sig fram til stjórnlagaþings. Ætli hann hefði trekkt að og komið kjörsókn yfir 50%Sigurður Kári hefði vel getað sagt af sér þingmennsku til að láta gott af sér leiða.

Það kemur maður í manns stað, þetta getur varla verið flókið að hlusta á foringjann og elta hans skoðanir.

Við skulum nú fyrst sjá hvað kemur út úr stjórnlagaþingi áður en við rökkum það niður. 


mbl.is Kosningaþátttakan áfall fyrir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvarlegast af öllu eru snjóboltaáhrifin

Guðmundur segir

„Miðað við þær tillögur sem stjórnvöld eru með í dag í skattamálum þá rýrna ráðstöfunartekjur heimilanna um 30 milljarða á næsta ári. Það þýðir að þessir 30 milljarðar fara ekki inn í hagkerfið. Þeir fara bara beint inn í ríkissjóð sem þýðir enn meiri samdrátt. Hvorki fyrirtækin eða heimilin fara að framkvæma neitt undir þessum kringumstæðum. Ef ríkisstjórnin ætlar að halda áfram á þessari braut þá getur það ekki endað öðruvísi en að Ísland verði láglaunasvæði.“

En þetta er nefnilega vandamálið.  Ef tekjur lækka, þá hefur fólk minna á milli handanna, minni verslun, minni velta.

Í sjálfu sér er þetta ekki flókið, menn þurfa bara að sjá þetta og hafa kjark til að gera eitthvað. 


mbl.is Verðmætasta fólkið að fara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir á kjörstað. Viltu hafa bein áhrif?

Í fyrsta skipti er okkur boðið að hafa bein áhrif á grunnlög landsins.  Grunnlögin móta samfélagið.  Hefur þú kjark til að mæta og láta þína skoðun í ljós?

Ef þú vilt auðlindir í þjóðareign og ef þú ert með þjóðaratkvæðagreiðslum, þá vonast ég til að þú hafir kjark til að merkja við 9497.

Ég hef kjark til að fylgja mínum málum eftir. 

 

 


mbl.is 13% kjörsókn í Reykjavík kl. 14
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott framtak

Sævar virðist vera snjall.  Það er flott framtak hjá honum að standa fyrir þessu.  Oftast eru þetta fallegir skartgripir á ágætis verði.

Svo er það góð tilhugsun að hluti af söluverðinu fari í gott málefni. 


mbl.is „Gordjöss“ fyrir sykursjúk börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taktu þátt, 27. nóvember

Kæri kjósandi,

Á morgun er gengið til kosninga.  Þessar kosningar eru mjög mikilvægar.  Það er leitt að sjá og heyra fólk tala þessar kosningar niður.  Allt er svo flókið og erfitt.

Að kjósa er ekki erfitt fyrir hugsandi fólk.  Þessar kosningar snúast um að velja það fólk sem ykkur finnst best og raða því í röð frá 1 til 25.  Nóg er að kjósa einn.  Sá frambjóðandi sem ykkur finnst mest spunnið í, setjið þið í fyrsta sæti.

Það þarf ekki mikið að spá í útreikningum, þær eru tæknilegs eðlis.  Þú sem kjósandi þarft aðeins að hafa áhyggjur af því hverja þú velur.

Málefnabaráttu frambjóðenda er æði misjöfn.  Því er mikilvægt að þú vandir valið. Mín sýn er skýr:

  • Auðlindir í þjóðareign.  Að skilgreint sé hvaða auðlindir tilheyri þjóðinni
  • Þjóðin fær rétt itl að taka afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu í ýmsum málum.

Vissulega er fullt af öðrum góðum málum.  Sumir frambjóðendur hafa talað um upplýsingaskyldu, mannréttindi, eignarrétt og þrískiptingu valds.  Þetta eru allt góð og gild mál sem ég get vel hugsað mér að styðja.  

Ég hef hins vegar einbeitt mér að þessum tveimur málum sem ég nefndi fyrst.  Það er ekki vegna þess að ég telji engin önnur mál ekki góð, heldur er ástæðan sú að það er algjört grundvallaratriði að auðlindir og réttur kjósenda séu bundin í stjórnarskrá.

Kæri kjósandi, ég óska eftir að þú merkir við 9497 á kjörseðilinn.

 


Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdamörk þeirra.

Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdamörk þeirra.

Það er mjög mikilvægt að hafa skýrari mörk á milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds. Það er meðal annars hægt með því að þeir þingmenn sem verði ráðherra segi af sér þingmennsku. Það er líka mjög óeðlilegt, að mínu viti, að 12 af 63 þingmönnum eru ráðherra.

Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins.

Sérhver þjóð þarf þjóðhöfðingja. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að halda í forsetaembættið. Mér hugnast betur að hafa hlutlausan forseta en að hafa pólitískan forseta. Ég tel ekki sjálfgefið að forseti missi synjunarvald (26gr) þó þjóðin fái rétt til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu.

 

 

peturoli.com 


Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar.


Hér er lykilatriði að allt vald komi frá þjóðinni. Þetta er í samræmi við skýrslu sem forsætisráðherra lagði fram árið 2007. Að auki má benda á 26.grein stjórnarskrárinnar en þar er sagt að ef forseti synjar staðfestingu, þá skal fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla. Þjóðin hefur þar síðasta orðið.


Pistill á youtube

Kæru lesendur,

Ég hef sett inn pistill sem ég var með í útvarpinu þann 16.nóvember s.l. Hægt er að nálgast hann á youtube. Þar fer ég yfir mín helstu stefnumál. Hægt er að nálgast pistilinn á neðangreindri slóð.

http://www.youtube.com/watch?v=xMYqioQsv7w

Einnig er hægt að leita eftir ,,peturoli'' á youtube eða smella á myndbandið á peturoli.com

peturoli.com


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband