Að vera númer í samfélaginu

Landskjörstjórn ætlaði að birta framboðsnúmer frambjóðenda 3. nóvember næstkomandi. Þeir ákváðu þó að flýta því og er það bara hið besta mál.

Ég sem er númer 9497 er í framboði til stjórnlagaþings.  Hægt er að fara á bloggið mitt og kynnast mér nánar, en í stuttu máli er ég bara hefðbundinn einstaklingur.

Mínar áherslur liggja einkum í að hugtökin þjóðareign og nýtingaréttur verði skilgreindur í stjórnarskrá.  Það er mjög mikilvægt að auðlindir þjóðarinnar séu í eigu þjóðarinnar.  Einnig er mikilvægt að nýtingaréttur verði gerð skil í stjórnarskrá.

Þjóðaratkvæðagreiðsla er mitt hjartans mál númer tvö.  Það er mjög mikilvægt að einstaklingar fái að kjósa um hin ýmsu mál.  Mín skoðun er sú að þjóðaratkvæðagreiðsla er alltaf bindandi.  Hægt er að lesa mín rök fyrir því á kosningasíðu minni peturoli.com.

Að lokum vil ég að sveitarfélög fái sinn sess í stjórnarskránni.  Sveitarfélög er hluti af hinu opinbera og við verðum að gefa gaum samspili ríkis og sveitarfélags. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband