Færsluflokkur: Dægurmál

Pétur Óli 9497 á RUV!

Senn líður að kosningum. Mér hefur verið boðið að mæta í viðtal á Rás 1 og hef ég þegið það góða boð.

Mín helstu baráttumál eru að auðlindir eiga að vera sameign þjóðarinnar. Ég hef sett þetta fram með skýrum hætti og skilgreini ég þær sem ÞJÓÐAREIGN.

Annað baráttumál, sem er ekki síður mikilvægt, er að þjóðin fái rétt til að óska eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Kjósendur eru hluthafar í Íslandi og þeir fara með æðsta vald.

Við frambjóðendur höfum fengið ýmsar fyrirspurnir. Svarbréf mitt til biskupsstofu er hægt að lesa á peturoli.com. Ég fékk nú um helgina bréf frá Félagi umhverfisfræðinga. Ég mun svara því og setja afrit á þennan vef og heimasíðu mína peturoli.com. Ýmsar aðrar greinar er hægt að sjá á fyrrgreindum vef.

peturoli.com


Heimsmarkaðsverð vs. gengi

Ég man ekki eftir mikilli lækkun á tímabilinu 17.sept til 17.okt en þá voru miklar gengisbreytingar. En það er svona með íslensku olíufélögin, þau virðast nú alltaf kaupa inn þegar verðið er hæst eða þegar gengi krónunnar er óhagstætt.

Í dag var sölugengi USD 113,63. Fyrir mánuði síðan var það 110,86 (15.okt) en fyrir tveimur mánuðum var það 117,14 (17.sept).


mbl.is Gríðarleg verðlækkun á olíu undanfarið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðareign - Skilgreining

Komist ég á stjórnlagaþing þá mun ég berjast fyrir því að auðlindir verði í almannaeigu. Því hef ég sett fram skilgreiningu á þjóðareign í fjórum liðum.

Þjóðareign 1.gr.
Þjóðareign er skilgreind eign íslensku þjóðarinnar.  Hana má aldrei selja, hvorki einstaklingum né lögaðilum.  Þjóðareign má aldrei framselja til erlendra ríkja né erlenda stofnana.  Alþingi Íslendinga hefur umsjón með eignum sem eru skilgreindar í þjóðareign og hafa Ríkisstjórn Íslands og Alþingi hvers tíma heimild til að ráðstafa nýtingu og notkun á þeim auðlindum með samþykkt Alþingis. Langvarandi notkun eða nýtingaréttur skapar ekki eignarétt og ekki er hægt að gera kröfu á að nýtingaréttur erfist.  Ekki er heimilt að veðsetja þjóðareign. 

Þjóðareign 2.gr.

Skilgreining. Undir skilgreiningu á þjóðareign, eru t.d.

a.  sjávarauðlindir, stofnveitur, vatns og orkulindir

b.  olía, gull, silfur, salt eða önnur efni sem finnast kunna í jörðu. 

c.  andrúmsloft og regnvatn

d.  annað sem Alþingi samþykkir með lögum

Þjóðareign 3.gr.

Nýtingaréttur á þjóðareign skal ákveðinn í lögum.  Gæta skal meðalhófs þegar samið er um tímalengd á nýtingarétti.  Ekki má úthluta rétti sem brýtur gegn öðrum lögum eða alþjóðlegum samningum og samþykktum.  Alþingi skal taka gjald fyrir notkun á auðlind og skal það renna í ríkissjóð.  Handhafi nýtingaréttar má ekki framselja þann rétt, heldur skal skila ónýttum rétti.

 Þjóðareign 4.gr.

Ekki er heimilt að breyta skilgreiningu á þjóðareign eða nýtingarétti, að hluta eða heild nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.  Halda skal þjóðaratkvæðagreiðslu sérstaklega vegna þeirra breytinga og kosið um það eitt og annað ekki.

Í greinagerð sem er að finna á heimasíðu minni peturoli.com kemur m.a. fram

,,Hér er tekið á þeim auðlindum sem falla undir skilgreininguna á þjóðareign.  Hugmyndin að þessari grein er að taka af allan vafa hvað fellur undir sem þjóðareign.  Ekki er nóg að skilgreina hvað sé þjóðareign, heldur þarf að skilgreina líka hvað fellur þar undir''

 Bestu kveðjur,

Pétur Óli Jónsson - 9497 

 


Að vera valdamestur

Bandaríkjamenn hafa lengi verið taldir valdamestir. En virðing fyrir völdum er huglægt.

Bandaríkjamenn hafa með stríðsbrölti sínu og yfirgangi fengið almenningsálitið víða á móti sér.

Jintao er án efa valdameiri en Obama. Það má ekki gleyma því að Kínverjar geta komið Bandaríjamönnum í klípu ef þeir vilja dæla sínum dollurum út í hagkerfið.

Það tak hafa Bandaríkjamenn ekki á Kínverjum.

peturoli.com


mbl.is Hu Jintao valdameiri en Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almenn auðlindastefna

Mín lífskoðun er sú að orkuauðlindir og vatnsauðlindir eigi að vera skilgreindar sem þjóðareign í stjórnarskrá.

Hagur þjóðarinnar

Mín lífsskoðun er einföld. Við verðum að gæta þess að geta sinnt grunnþörfum okkar. Besta leiðin til þess er að mínu mati að tryggja að ákveðin grunngæði séu til staðar.

Við þurfum að tryggja að orka sé til staðar fyrir fyrirtæki og heimili á eins ódýran hátt og kostur er. Ódýr orka gerir atvinnulífinu kleift að framleiða á hagkvæman hátt. Slíkt leiðir til ódýrara verðlags t.d. á matvælum. Ódýr orka gefur okkur líka kleift á að reka ódýrt heimili, en það að hafa öruggt skjól er eitt af grunnþörfum okkar.

Ef við skoðum vatnsauðlindir, þá getum við ekki horft fram hjá því að hreint vatn er eitthvað sem hver og einn þarf. Það þarf að tryggja aðgang að vatni eins og kostur er. Ef við lítum á aðrar auðlindir sem eru hugsanlega hér við land, þá væri heppilegast að skilgreina hvað eigi heima í þjóðareign. Hvaða afstöðu viljum við taka ef olía, gull eða silfur finnst innan íslenskrar landhelgi? Ég tel mjög mikilvægt að við sýnum mikla fyrirhyggju varðandi auðlindir og vöndum vel þegar við skilgreinum þjóðareign í stjórnarskrá.

Af hverju er mikilvægt að skilgreina þessar auðlindir í stjórnarskrá? Það eru réttindi þjóðfélagsþegna að stjórnarskráin sé þannig að hún ógni ekki grunnstoðum samfélagsins. Það að hafa orkuréttindi í almannaeigu forðar okkur frá því að sú auðlind gangi kaupum og sölum eða verði veðsett umfram velsæmismörk. Orkuréttindi í almannaeigu tryggir jafnan aðgang og lágt verð til einstaklinga og fyrirtækja.

Mínar áherslur.  

Eitt af mínum baráttumálum er að auðlindir séu í almannaeigu. Að auki vil ég tryggja að þjóðin hafi rétt til að taka afstöðu til einstakra mála með þjóðaratkvæðagreiðslu. Að lokum, velti ég vöngum yfir því af hverju hlutur sveitarstjórna er ekki betur skilgreindur í stjórnarskrá. Þurfum við ekki að styrkja rétt sveitarfélaga til að koma að málum sem þeim varðar.

peturoli.com 


Að óttast almenningsálitið

Ég var að lesa frétt á netinu um að Seðlabanki Íslands hafi óttast almenningsálitið árið 2006 og ekki viljað setja þær fram af ótta við að fá skammir.

 Már sagði eftirfarandi á haustráðstefnu KPMG

„Allt frá árinu 2006 var spáð því að það yrið samdráttur á árinu 2009. Að vísu var ekki verið að spá mjög miklum tölum hér framan af, kannski 2- 3 prósent, en starfsfólk bankans segir mér að líkönin hafi skilað miklu hærri tölum, þau þorðu bara ekki setja þær fram og voru nú mikið skömmuð fyrir þessar spár," 

Ég spyr, hvað voru hagfræðingar Seðlabankans hræddir við?  Óttuðust þeir reiði almennings?  Óttuðust þeir reiði stjórnmálamanna eða bankamanna?  Óttuðust þeir reiði sinna yfirmanna innan Seðlabankans?

Verst af þessu er þó að fagmenn óttuðust að koma sínum niðurstöðum á framfæri. 

peturoli.com 


Að vera númer í samfélaginu

Landskjörstjórn ætlaði að birta framboðsnúmer frambjóðenda 3. nóvember næstkomandi. Þeir ákváðu þó að flýta því og er það bara hið besta mál.

Ég sem er númer 9497 er í framboði til stjórnlagaþings.  Hægt er að fara á bloggið mitt og kynnast mér nánar, en í stuttu máli er ég bara hefðbundinn einstaklingur.

Mínar áherslur liggja einkum í að hugtökin þjóðareign og nýtingaréttur verði skilgreindur í stjórnarskrá.  Það er mjög mikilvægt að auðlindir þjóðarinnar séu í eigu þjóðarinnar.  Einnig er mikilvægt að nýtingaréttur verði gerð skil í stjórnarskrá.

Þjóðaratkvæðagreiðsla er mitt hjartans mál númer tvö.  Það er mjög mikilvægt að einstaklingar fái að kjósa um hin ýmsu mál.  Mín skoðun er sú að þjóðaratkvæðagreiðsla er alltaf bindandi.  Hægt er að lesa mín rök fyrir því á kosningasíðu minni peturoli.com.

Að lokum vil ég að sveitarfélög fái sinn sess í stjórnarskránni.  Sveitarfélög er hluti af hinu opinbera og við verðum að gefa gaum samspili ríkis og sveitarfélags. 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband